5 sept

En bætist í hópinn okkar og bjóðum við Huldu Þ velkomna.

en það var fundur 5 sept, og hittumst Hulda G, Mæja og Kolla. Hulda Þ var í mynd

 

Hulda G borgaði 100 kr því hún náði ekki vatninu einn dag.

Kolla borgaði 800 kr því að hún náði ekki að drekka allt vatnið alla dagana. þurfti líka að borga 1600 kr fyrir að skrifa ekki í matardagbók. og svo 100 kr fyrir að þyngjast... Já ég held að við sem á góðri leið með að láta Kollu bjóða okkur til útlanda.

 

við borguðum svo mánaðagjaldið í fyrsta sinn 500 krónur hver.

svo áhvöðum við að halda markmiðunum okkar áfram

  • ekkert gos nema 1 dag yfir helgi
  • ekkert nammi nema 1 dag yfir helgi
  • ekkert snakk nema 1 dag yfir helgi
  • 2 lítrar af vatni á dag ( 1,5 til að þurfa ekki að borga sekt)
  • bættum svo við hreyfing 3x hálftíma. (má samt skifta því 1x klukkutíma og 1x hálftíma eða 3x 30 mín yfir vikuna)

við viktuðum okkur allar og gekk það bara nokkuð vel.

ætlum svo að vera duglegar að gera matardagbókina.

fyrir hönd hópsins

Hulda G

 

p.s. betra seint en aldrei wink


28 ágúst

hittumst kl 13 og ræddum hvernig okkur gengi og hvernig við ætluðum að gera allt betur.

þar sem það eru ekki allir virkir að drekka vatn og ekki að gera matardagbók þá áhvöðum við að hafa sektir.

  • 200 kr fyrir daginn að skrifa ekki dagbók
  • 100 kr fyrir að ná ekki 1,5 lítra fyrir daginn

áhvðum að hafa allar app til að sanna að við seum að hreyfa okkur. ætlum að nota strava appið

ætlum að vera áfram með markmiðin út þessa viku. setjum alltaf ný markmið inn á mánudögum á fundunum.

viktuninn er vikulega en mælinganar eru mánaðalega

 

við viktuðum okkur allar í dag og mistum 2,5 kiló allar saman þessa vikuna.

fyrir hönd hópsins

Hulda og Mæja og kolla inná wc


fundur og mæling

hittumst í dag um 7 leitið og byrjuðum á að vikta okkur.

Kolla mundi eftir að versla bauk svo nú verður hann notaður.

Hulda og Mæja þurfu að borga sitthvorn 100 kr vegna örfáa gramma sem bættust á.

tókum áhvörðun að borga 500 kr í mánaða gjald í hverjum mánuði byrjum 1 sept

  • ætlum að halda okkur við að drekka 2 lítra af vatni
  • en breita snakk og gos dótinu með að hafa bara einn nammidag yir helgina.
  • bættum svo við að hreyfa okkur 2x í viku í minstalagi í 30 mín senn.

tókum mælingu og mældum

  • upphandlegg
  • brjóst
  • maga
  • rass
  • læri
  • kálfa

næsti fundur verður svo sunnudaginn

fyrir hönd hópsins

Hulda og Mæja


annar fundur

hittumst í gær og ræddum málin og viktuðum okkur. fyrsta marktæka viktuninn.

Mæja stakk uppá að nota peningin sem safnaðist fyrir í bauknum okkar í helgarferð til útlanda. þá gætum við kannski verslað okkur föt.

 

Kolla ætlaði að redda bauk fyrir næsta fund

Hulda ætlaði að redda málbandi fyrir næsta fund

við ætlum að halda áfram með markmiðin okkar fyrir þessa vikuna

drekka 2 lítra a vatni og ekkert snakk ne gos virka daga.

ætlum að hittast aftur svo á mánudaginn 22 ágúst

 

fyrir hönd skyttana

Hulda


fyrsti fundur í alvörunni

Hittumst í kvöld elduðum saman kjúklinga og spinatrétt og ræddum málin, erum búin að gera like síðu á fb sem er skyttunar þrjár.

ræddum hvað við ætluðum að hafa í markmiðum núna þessa vikuna og bæta svo alltaf við smátt og smátt. markmiðin þessa vikuna eru:

  • drekka 2 lítra af vatni á dag
  • ekkert gos ne snakk á virkumdögum

ætlum að byrja með matardagbók á morgun 10 ágúst

viktuðum okkur í dag ( ekki marktækar mælingar þar sem það var um kl 10 að kvöldi og eftir að við vorum búin að borða)

næsta mæling erður á sunnudaginn 14 ágúst

ætlum að hafa fundina okkar vikulega aðrahvora viku á sunnudegi og hina vikuna á mánudegi

ætlum að vera strangar við okkkur og láta borga sektir sem fer í bauk sem er lokaður og við munum nýta seinna í einhvað skemmtilegt saman.

100 kr fyrir að þyngjast og 50 kr fyrir að standa í stað

erum búin að versla okkur matardagbók og fundabók

nú verður þetta tekið alla leið

fyrir hönd hópsins

Hulda

 


það bættisrt í hópinn okkar

það bættist ein í hópinn okkar. og Bjóðum við Mæju velkomna í liðið með okkur.

átakið byrjaði í gær, eftir gott sumarfrí. við ætlum að hittast í dag og skipurleggja þetta vel saman og ræða saman hlutina.

eigni erum við að spá að gera fb síðu og kannski snapp til að sína fólki að okkur se alvara að missa nokkur kíló og komast í einhvað form.

ég skrifa betur her seinna í kvöld eða á morgun hvað kom útúr fundinum okkar

 

fyrir Hönd okkar í hópnum

Hulda


smá breyting en ekkert svakalegt

við áhvöðum að klára sumafríið og hefjast handar þegar rútínan er komin. þannig að átakið okkar mun hefjast 8 ágúst.

þanngi að við tökum mælinguna út 7 ágúst. erum núna í því að safna saman ýmsum uppskriftum til að prufa og fleiru til að hjálpa okkur við þetta allt saman.

gaman væri að heyra reynslusögur frá öðrum hvað virkaði best fyrir þá.

kveðja Hulda og Kolla


Fyrsta bloggið okkar

jæja þá hefst alvaran. við búnar að búa til síðu sem við ætlum að reyna að vera duglega að halda úti. ætlum í kjólin fyrir jólin, já við vitum að þetta segja allir, en við stefnum á að koma okkur í smá form og minnka okkur smá. svo auðvitað halda þetta út og lifa sáttar í eigin líkama.

við stefnum á að mæla okkur og vikta okkur sunnudaginn 24 júlí. planið er að hafa vikulegar mælingar og breyta mataræðinu okkar og svo auðvitað að vera duglegar að drekka vatn.

ætlum að reyna að halda úti matardagbók líka.

við erum alveg til að fá góðar ábendingar um hvað við getum gert til að byrja á þessu öllu saman laughing ( hreyfingar, matarræði og hvað sem er)

þar til næst

Kolla og Hulda

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband